14. jan. 2008

Rakel Dögg Bragadóttir er íþróttamaður Garðabæjar 2007

Rakel Dgg Bragadttir rm. Gbr. 2008
  • Séð yfir Garðabæ

Rakel Dögg Bragadóttir, íþróttamaður Garðabæjar 2007Rakel Dögg Bragadóttir handknattleikskona var kosin Íþróttamaður Garðabæjar 2007 við hátíðlega athöfn í Fjölbrautaskóla Garðabæjar sunnudaginn 13. janúar.

Rakel Dögg 21 árs gömul og varð Íslands- og deildarmeistari með meistaraflokki Stjörnunnar vorið 2007. Rakel Dögg var valin handboltakona ársins 2007 af HSÍ. Hún hefur frá unga aldri spilað handbolta með Stjörnunni og hefur auk þess þjálfað yngri flokka félagsins til margra ára með góðum árangri.

Í umsögn íþrótta- og tómstundaráðs segir: Rakel Dögg er ein besta handboltakona á landinu, hún er fyriliði og lykilmanneskja í landsliðinu og hjá sínu félagsliði. Rakel Dögg átti stóran þátt í því að kvennalandsliðið náði þeim áfanga að fara í umspil til að spila á stórmóti, þ.e Evrópumóti kvenna á árinu 2007. Rakel Dögg er reglusöm og mjög góð fyrirmynd fyrir yngri leikmenn.

Um 300 íþróttamenn og fjölskyldur þeira voru við athöfnina þar sem veittar voru um 250 viðukenningar til íþróttamanna á öllum aldri fyrir glæsileg afrek á síðasta ári.

Einnig voru veitt fern verðlaun veitt fyrir almenningsíþróttir.

Stefán Skaftason og Katla Ólafsdóttir hlutu verðlaunin úr röðum eldri borgara og þau Guðrún Mikkaelsdóttir og Sigurkarl Stefánsson fengu verðlaunin úr röðum almenningíþróttadeildar Stjörnunnar.

Fyrir framlag til æskulýðsstarfa voru verðlaunuð:

Sigrún Dan Róbertsdóttir fyrir störf fyrir fimleikadeild Stjörnunnar, Áslaug Ólafsdóttir fyrir framlag sitt til söngmála í Garðabæ og Hörður Már Harðarson fyrir framlag sitt til Hjálparsveitar skáta í Garðabæ.

Sérstök heiðursverðlaun fékk Sveinn Áki Lúðvíksson fyrir framlag sitt til íþrótta fatlaðra.