Rakel Dögg Bragadóttir er íþróttamaður Garðabæjar 2007
Rakel Dögg Bragadóttir handknattleikskona var kosin Íþróttamaður Garðabæjar 2007 við hátíðlega athöfn í Fjölbrautaskóla Garðabæjar sunnudaginn 13. janúar.
Um 300 íþróttamenn og fjölskyldur þeira voru við athöfnina þar sem veittar voru um 250 viðukenningar til íþróttamanna á öllum aldri fyrir glæsileg afrek á síðasta ári.
Einnig voru veitt fern verðlaun veitt fyrir almenningsíþróttir.
Stefán Skaftason og Katla Ólafsdóttir hlutu verðlaunin úr röðum eldri borgara og þau Guðrún Mikkaelsdóttir og Sigurkarl Stefánsson fengu verðlaunin úr röðum almenningíþróttadeildar Stjörnunnar.
Fyrir framlag til æskulýðsstarfa voru verðlaunuð:
Sigrún Dan Róbertsdóttir fyrir störf fyrir fimleikadeild Stjörnunnar, Áslaug Ólafsdóttir fyrir framlag sitt til söngmála í Garðabæ og Hörður Már Harðarson fyrir framlag sitt til Hjálparsveitar skáta í Garðabæ.
Sérstök heiðursverðlaun fékk Sveinn Áki Lúðvíksson fyrir framlag sitt til íþrótta fatlaðra.