8. jan. 2008

Fasteignagjöld hækki ekki umfram hækkun verðlags

Fasteignagjöld hækki ekki umfram hækkun verðlags
  • Séð yfir Garðabæ


Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði í Garðabæ lækkar á þessu ári í 0,22% af fasteignamati úr 0,24% á árinu 2007.  Einnig er vatnsgjald, sem er innheimt með fasteignagöldum, lækkað úr 0,13% í 0,12% af fasteignamati. 

Með þessum ákvörðunum bæjarstjórnar er stefnt að því að fasteignagjöld í Garðabæ hækki ekki umfram verðlagshækkun. Gjalddagar fasteignagjalda eru 8, sá fyrsti 15. janúar. 

Bæjarstjórn hefur einnig samþykkt nýjar reglur um afslátt af fasteignagjöldum eldri borgara og öryrkja.

Álagning gjalda 2008.