Bæjarstjórinn í námsleyfi fram á vor
Gunnar Einarsson bæjarstjóri verður í námsleyfi á vorönn 2008. Í leyfinu hyggst Gunnar ljúka doktorsritgerð sem hann var byrjaður að vinna að, áður en hann var ráðinn bæjarstjóri.
Gunnar er væntanlegur aftur til starfa í maí 2008. Staðgengill bæjarstjóra er Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.