15. nóv. 2013

Umferðarmál íbúum hugleikin

Umferðarmál voru íbúum í Flötum, Fitjum, Hólum, Hleinum og Urriðholti hugleikin á hverfafundi bæjarstjóra sem haldinn var í Flataskóla 12. nóvember sl.
  • Séð yfir Garðabæ

Umferðarmál voru íbúum í Flötum, Fitjum, Hólum, Hleinum og Urriðholti hugleikin á hverfafundi bæjarstjóra sem haldinn var í Flataskóla 12. nóvember sl. Á fundinum var mikið talað um umferðina í nágrenni Flataskóla og sagði bæjarstjóri að verið væri að leita lausna til að hún gæti  orðið greiðari.

Einnig var talsvert rætt um gögnustíga og lýsingu og m.a. kom fram ánægja íbúa með nýja göngustíginn meðfram Reykjanesbraut.

Einn fundur er eftir í hverfafundaröð bæjarstjóra. Hann er með íbúum í Ásahverfi og í Prýðahverfi í Garðahrauni. Fundurinn verður í Sjálandsskóla, þriðjudaginn 19. nóvember kl. 20.