27. des. 2007

Fjárhagsáætlun ársins 2008 samþykkt

Fjárhagsáætlun ársins 2008 samþykkt
  • Séð yfir Garðabæ

Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2008 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 20. desember sl.

Útsvar verður óbreytt 12,46% sem er það lægsta á höfuðborgarsvæðinu að Seltjarnarnesi undanskildu.

Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði lækkar á árinu 2008 í 0,22% af fasteignamati úr 0,24% á árinu 2007.  Einnig er vatnsgjald, sem er innheimt með fasteignagöldum, lækkað úr 0,13% í 0,12% af fasteignamati.  Sorphirðugjald hækkar um 800 krónur á íbúð, úr 12.500 krónum í 13.300 krónur.

Þá hefur verið samþykkt ný regla varðandi frekari lækkun á fasteignaskatti 70 ára og eldri sem veitir þeim hærri fastan afslátt en öðrum elli- og örorkulífeyrisþegum.

Hvatapeningar vegna íþrótta- og æskulýðsstarfs barna og ungmenna hækka í 25 þúsund krónur á næsta ári og verða þá greiddir til barna 6-18 ára en ekki 6-16 ára eins og verið hefur.

Álagning gjalda 2008

Reglur um afslátt af fasteignagjöldum 2008

Frétt um fyrri umræðu um frumvarp að fjárhagsáætlun 2008