20. des. 2007

Nýta þarf hvatapeningana fyrir áramót

Hvatapeningar fyrir ramt
  • Séð yfir Garðabæ


Foreldrar eru minntir á að nýta hvatapeninga ársins 2007 fyrir áramót. Leiðbeiningar um notkun hvatapeninganna eru á slóðinni www.gardabaer.is/hvatapeningar.

Þeir sem æfa með Stjörnunni, eru í Skátafélaginu Vífli eða í Taflfélagi Garðabæjar geta greitt hvatapeninginn beint inn á greiðsluseðil frá félaginu í íþrótta- og tómstundabankanum á Mínum Garðabæ.

Aðrir greiða fullt gjald til síns félags og geta fengið hvatapeningana endurgreidda gegn framvísun kvittunar á bæjarskrifstofunum.

Hvatapeningar ársins 2007 renna út um áramótin.  Nýjum hvatapeningum verður úthlutað í janúar. Þá verður hægt að nýta til að greiða niður reikninga sem gefnir eru út á árinu 2008.