19. des. 2007

Bókin Fórnfús frumherji komin út

Bókin Fórnfús frumherji komin út
  • Séð yfir Garðabæ

Útgáfu bókarinnar Fórnfús frumherji eftir sr. Braga Friðriksson var fagnað með kaffisamsæti í Vídalínskirkju í vikunni. Garðabær og Garðasókn stóðu að útgáfu bókarinnar og vildu með því heiðra sr. Braga í tilefni af 80 ára afmæli hans fyrr á þessu ári.

Í bókinni fjallar sr. Bragi um ævi og störf séra Páls Þorlákssonar, sem var prestur íslenskra landnema í Vesturheimi.. Séra Páll átti stutta en mjög viðburðaríka ævi, sem var samtvinnuð harðri og óvæginni lífsbaráttu Íslendinga að á harðbýlum svæðum í Kanada.

Útgáfu bókarinnar Fórnfús frumherji fagnað

Á myndinni eru frá vinstri: Matthías Pétursson, formaður
sóknarnefndar Garðasóknar, Gunnar Einarsson bæjarstjóri og
sr. Bragi Friðriksson