19. des. 2007

Unnið að endurskoðun starfsmannastefnu Garðabæjar

  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarstjóri hefur skipað starfshóp til að vinna drög að endurskoðun starfsmannastefnu Garðabæjar. Í hópnum eru Vilhjálmur Kári Haraldsson þjónustustjóri, Margrét S. Guðjónsdóttir deildarstjóri starfsmannahalds, Gunnar Örn Erlingsson íþróttafulltrúi, Margrét Harðardóttir skólastjóri Hofsstaðaskóla og Sigríður Kragh Hansdóttir starfsmaður á Lundabóli.

Starfsmenn Garðabæjar fá tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum til hópsins bæði á opnum fundi sem verður haldinn í lok janúar og/eða með því að senda tölvupóst á starfsmannastefna@gardabaer.is

Starfsmannastefna Garðabæjar