10. des. 2007

Flataskóli fær grænfánann

Flataskóli fær grænfánann
  • Séð yfir Garðabæ

Föstudaginn 14. desember fær Flataskóli afhentan grænfánann. Grænfáninn er er alþjóðlegt umhverfismerki og er viðurkenning til skólans um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu.

Í tilefni afhendingar grænfánans verður dagskrá í hátíðarsal Flataskóla kl. 12:30. Fulltrúar frá Landvernd munu afhenda fánann og fulltrúar frá Garðabæ og menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, verða m.a. viðstödd dagskrána.

Upplýsingar um grænfánann eru á vef Landverndar, www.landvernd.is/graenfaninn