5. des. 2014

Ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi

Ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi
  • Séð yfir Garðabæ


Kveikt var á jólatrénu á Garðatorgi laugardaginn 1. desember sl. Tréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Noregi og og er þetta í 38. sinn sem Garðbæingar fá þessa vinasendingu þaðan.

Ole Jacob Johansen varabæjarstjóri Asker afhenti tréð fyrir hönd Asker og Páll Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, veitti trénu viðtöku. Af þessu tilefni komu einnig í heimsókn til landsins Halvor Hafting og Unni Solun en í þeirra landi hefur tréð vaxið og dafnað sl. 20 ár.

Við athöfnina komu fram blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar og kór Flataskóla. Einnig tóku nokkrir jólasveinar forskot á sæluna og komu í stutta heimsókn til byggða.

Frá athöfninni á Garðatorgi

Kór Flataskóla ásamt jólasveini skemmta gestum

Frá Garðatorgi

Páll Hilmarsson, Halvor Hafting og Unni Solun við tréð
sem þau hafa alið upp sl. 20 ár og gleður nú Garðbæinga
fyrir jólin