27. nóv. 2007

Skammdegið lýst upp

Skammdegið lýst upp
  • Séð yfir Garðabæ


Starfsmenn bæjarins vinna nú að því að lýsa upp bæinn í skammdeginu og fegra fyrir jólin. Orkuveita Reykjavíkur hefur sett ljósaskreytingar á staurana við Vífilsstaðaveg og stafsmenn Þjónustumiðstöðvar Garðabæjar hafa nú þegar sett upp flest grenijólatrén í hverfum bæjarins, sem Orkuveitan setur lýsingar í. Grenitrén eru valin í skógum Skógræktar ríkisins í Þjórsárdal að þessu sinni. Beðið er eftir gjafajólatrénu fá Asker vinabæ Garðabæjar sem reist verður við turninn á Garðatorgi. Ljósin á trénu frá Asker verða tendruð nk. laugardag 1. des. kl. 16:00.

Starfsmenn garðyrkjudeildar eru þessa dagana að setja ljós í götutré við Hafnarfjarðarveg og eftir Bæjarbrautinni endilangri. Einnig verður skreytt á Garðatorgi með grenitrjám og nýjum ljósakúlum í loftið. Við stofnanir bæjarins eru settar upp ljósaseríur t.d.. í stóra grenitréð á Bæjarbóli sem hefur tekið sig vel út um jólin.

Lýsing sett í tré við Hrísmóa

Starfsmaður garðyrkjudeildar setur lýsingu í tré við Hrísmóa