21. nóv. 2007

Djassdívan Kristjana Stefáns syngur á aðventutónleikum Kvennakórs Garðabæjar

Djassdívan Kristjana Stefáns syngur á aðventutónleikum Kvennakórs Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ

Hinir árlegu aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar í Digraneskirkju verða haldnir mánudaginn 3. desember nk. kl. 20.00. Gestir Kvennakórs Garðabæjar að þessu sinni eru Kristjana Stefánsdóttir jasssöngkona með meiru ásamt gítarleikaranum Ragnari Erni Emilssyni.

Efnisskráin verður sérlega hátíðleg að vanda og fjölbreytt með léttum jólalögum í bland við þau hátíðlegu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Stjórnandi er Ingibjörg Guðjónsdóttir og píanóleikari er Sólveig Anna Jónsdóttir.

Miðaverð er 2000 kr. við innganginn en 1700 kr. í forsölu og fyrir lífeyrisþega. Ungmenni 15 ára og yngri fá frítt á tónleikana.

Forsala aðgöngumiða er hjá Garðablómum á Garðatorgi, hjá kórkonum og í gegnum netfangið kvennakor@kvennakor.is. Sjá nánar á heimasíðu kórsins, www.kvennakor.is