8. nóv. 2013

Í úrslit sem Tæknistelpa Evróu

Þrettán ára stúlka úr Garðabæ, Ólína Helga Sverrisdóttir komst í 3ja stúlkna úrslit sem Tæknistelpa Evrópu 2013
  • Séð yfir Garðabæ

Þrettán ára stúlka úr Garðabæ, Ólína Helga Sverrisdóttir komst í 3ja stúlkna úrslit sem Tæknistelpa Evrópu 2013 - Digital Girl of the Year 

Ólína Helga sigraði forritunarkeppni á vegum FBI þegar hún var 11 ára og hefur talað á kvennaráðstefnu í Salnum í Kópavogi á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hún steig sín fyrstu skref í forritun hjá Skema (www.skema.is) en hefur undanfarin tvö ár kennt bæði börnum og kennurum grunnatriði í forritun. Ólína Helga hefur stuðlað að innleiðingu á forritun inn í skólanámskrá í Hofsstaðaskóla og tekið þátt í að skipuleggja sérstakt námskeið fyrir stelpur í forritun og uppbyggingu á sjálfsmynd.

Hægt er að skoða kynningarmyndband um Ólínu Helgu á vefnum  = http://youtu.be/QEuQo8m7h3Y