14. nóv. 2007

Hvetjum okkar lið í Útsvari

Hvetjum okkar lið í Útsvari
  • Séð yfir Garðabæ


Garðabær mætir liði Snæfellsbæjar í beinni útsendingu í spurningaþættinum Útsvari föstudagskvöldið 23. nóvember nk.

Sjónvarpið býður Garðbæingum að mæta í sjónvarpssal til að hvetja sitt lið áfram. 

Lið Garðabæjar skipa:

Ólöf Ýrr Atladóttir
Vilhjálmur Bjarnason
Ragnheiður Ragnarsdóttir

Hægt er að skrá sig sem áhorfandi í sal á vef RUV á þar til gerðu skráningarformi, eða senda tölvupóst á netfangið lovisaa@ruv.is .