12. nóv. 2007

Sýning grunnskóla á umhverfisdegi Garðabæjar

Sýning grunnskóla á umhverfisdegi Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ

Í tengslum við ráðstefnuna Náttúran og nærumhverfið var efnt til sýningar á Garðatorgi þann 2. nóvember síðastliðinn.

Sjálandsskóli sýndi myndir af útikennslu og stillti upp útilegubúnaði og kajak ásamt því að elda fyrir gesti og gangandi.

Flataskóli sýndi myndir af útikennslu og vinnubækur sem hafa verið unnar í tengslum við verkefni um lífríki Vífilsstaðavatns.

Garðaskóli sýndi verkefni sem voru unnin í náttúrufræðitímum, meðal annars plöntuverkefni þar sem plöntum hafði verið safnað í vettvangsferðum.

Hofsstaðaskóli sýndi margvísleg verk nemenda eins og myndir af fjöllum, trölli, líkan af eyju og glæsileg trélistaverk.

Einnig tóku þátt í sýningunni ýmis fyrirtæki og félagasamtök sem starfa á sviði umhverfismála og landverndar. Það voru Sorpa, Landvernd með verkefnið vistvernd í verki, Skógræktarfélag Íslands, Skógræktarfélag Garðabæjar, Kolviður, Íslenska Gámafélagið og Gámaþjónustan með grænar tunnur.

Undir lok sýningarinnar bauð Garðabær upp á rjómavöfflur og kaffi.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá sýningunni.

Mynd frá umhverfisdegi Garðabæjar 2. nóv. 2007

Mynd frá umhverfisdegi Garðabæjar 2. nóv. 2007

Mynd frá umhverfisdegi Garðabæjar 2. nóv. 2007

Mynd frá umhverfisdegi Garðabæjar 2. nóv. 2007

Mynd frá umhverfisdegi Garðabæjar 2. nóv. 2007

Mynd frá umhverfisdegi Garðabæjar 2. nóv. 2007

Mynd frá umhverfisdegi Garðabæjar 2. nóv. 2007

Mynd frá umhverfisdegi Garðabæjar 2. nóv. 2007

Mynd frá umhverfisdegi Garðabæjar 2. nóv. 2007

Mynd frá umhverfisdegi Garðabæjar 2. nóv. 2007