12. nóv. 2007

Afreksíþróttasvið FG, Stjörnunnar og Garðabæjar

Afreksíþróttasvið FG
  • Séð yfir Garðabæ

 

Í gærmorgun var undirritaður samstarfssamningur um afreksíþróttasvið FG, Stjörnunnar og Garðabæjar.

Á haustdögum hófst afreksíþróttasvið við Fjölbrautaskóla Garðabæjar en það er samstarfsverkefni Stjörnunnar, skólans og Garðabæjar. Afreksíþróttasvið FG er ætlað fyrir þá iðkendur Stjörnunnar sem vilja ná langt í sinni íþróttagrein og eru tilbúnir til að leggja mikið á sig. Nemendur geta sótt um inngöngu óháð því hvaða námsbraut þeir stunda.En nemendur eru liðsmenn Stjörnunnar og nemendur í FG.

Það er Jimmy Erik Ekstad, afreksþjálfari Stjörnunnar sem er umsjónarmaður námsins. Nemendur sækja æfingar í Mýrinni en fyrirlestra í FG. Allir iðkendur fá sérmerktan útbúnað og er ætlast til að þeir sinni þessu námi af samviskusemi og áhuga.

Á myndinni má sjá Þorstein Þorsteinsson skólameistara FG, Gunnar Einarsson bæjarstjóra Garðabæjar og Snorra Olsen formann aðalstjórnar Stjörnunnar við undirritun á samstarfsamningi, ásamt nemendum á afreksíþróttasviði.

Mynd frá undirritun samningsins