7. nóv. 2007

Bæjarstjóra Garðabæjar veitt leiðtogaverðlaun Dale Carnegie

Bæjarstjóra Garðabæjar veitt leiðtogaverðlaun Dale Carnegie
  • Séð yfir Garðabæ


Dale Carnegie á Íslandi veitti Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Garðabæjar, fyrir hönd Garðabæjar, leiðtogaverðlaun Dale Carnegie. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum og einstaklingum sem þykja skara fram úr á sviði mannauðsstjórnunar og hafa sýnt frumkvæði og sköpun í starfsemi fyrirtækja sinna.

Tilefni verðlaunanna er sú ákvörðun Garðabæjar að bjóða unglingum í Garðabæ upp á námskeiðið Næstu kynslóð, í samvinnu við Dale Carnegie. Námskeiðið er í boði fyrir alla nemendur í 9. og 10. bekk í Garðabæ. Að verkefninu standa íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar og forvarnanefnd bæjarins í samstarfi við Dale Carnegie. Það var Jean-Louis Van Doorne fulltrúi Dale Carnegie and Associates sem afhenti verðlaunin en þau voru afhent í Jónshúsi í Garðabæ við hátíðlega athöfn.

Í rökstuðningi frá Dale Carnegie segir að með því bjóða upp á námskeiðið Næstu kynslóð hafi Garðabær stigið stórt skref í þróun framtíðarleiðtoga Garðabæjar og þjóðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi viðurkenning er veitt hér á landi en árlega eru veitt 6-8 leiðtogaverðlaun í heiminum. Meðal fyrirtækja og einstaklinga sem hlotið hafa verðlaunin eru Daimler–Chrysler Corporation og forstjóri þeirra Lee Iacocca og SAS Scandinavian airlines og forstjóri þeirra Jan Carlson.

Á myndinni eru Anna Steinsen, Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar og Jan-Louise Van Doome frá Dale Carnegie. Myndina tók Rögnvaldur Már Helgason hjá Garðapóstinum.