7. nóv. 2007

Hofsstaðaskóli flaggar Grænfánanum

Hofsstaðaskóli flaggar Grænfánanum
  • Séð yfir Garðabæ

Hofsstaðaskóli hefur náð að uppfylla nauðsynleg skilyrði til að fá að flagga Grænfánanum, fyrstur skóla í Garðabæ. Grænfáninn er alþjóðlegt merki um gott umhverfisstarf og menntun í skólum. Hofsstaðaskóli hefur með þessu náð langþráðu markmiði sem um 20.000 skólar í um 40 löndum keppa um, en um 7000 skólar hafa náð.

Grænfáninn verður afhentur Hofsstaðaskóla við hátíðlega athöfn á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2007.

Gert er ráð fyrir að Grænfáninn blakti alla daga við skólann auk fána skólans og þjóðfánans.