3. nóv. 2007

Sótthreinsun lokið á byggingarsvæði í Hraunsholti eystra

Sótthreinsun lokið á byggingarsvæði í Hraunsholti eystra
  • Séð yfir Garðabæ

Sótthreinsun er lokið á byggingarsvæðinu í Hraunsholti eystra og því er engin hætta þar á ferðum lengur. Unnið var samkvæmt viðbragðsáætlun þar í gær eftir að bein fundust á svæðinu vegna hugsanlegs miltisbrandssmits.

Hræið hefur nú verið fjarlægt til brennslu og svæðið allt verið sótthreinsað. Héraðsdýralæknir, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sáu um aðgerðirnar.