8. nóv. 2013

Líflegir hverfafundir

Bæjarstjóri hefur haldið fimm hverfafundi með íbúum á undanförnum vikum og hafa þeir allir verið vel sóttir. Tveir fundir eru eftir í þessari fundaröð og
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarstjóri hefur haldið fimm hverfafundi með íbúum á undanförnum vikum og hafa þeir allir verið vel sóttir. Tveir fundir eru eftir í þessari fundaröð og verða þeir næstu tvo þriðjudaga.

Á fundunum fer Gunnar Einarsson bæjarstjóri í stuttu máli yfir helstu málefni sveitarfélagsins og kynnir það sem er helst á döfinni í hverju hverfi. Mestur tími fer hins vegar í spjall og skoðanaskipti á milli íbúa og bæjarstjóra og koma þar ýmis málefni við sögu. Umhverifsmál, skipulagsmál og umferðarmál virðast þó vera þau málefni sem helst brenna á íbúum.

Íbúar geta sent inn fyrirspurnir og ábendingar fyrir fundina og er þeim þá svarað þar. Allar fyrirspurnir og ábendingar sem koma fram á fundunum eru skráðar í fundargerð sem er birt á vefnum.

Næsti fundur verður í Flataskóla þiðjudaginn 12. nóvember með íbúum í Fitjum, Flötum, Hólum, Hleinum og í Urriðaholti. Síðasti fundurinn verður 19. nóvember og til hans er boðið íbúum í Ásahverfi og Prýðum.