Þingmenn suðvesturkjördæmis heimsækja Garðabæ
ingmannafundur 2007
Þingmenn suðvesturkjördæmis komu í árlega heimsókn í Garðabæinn mánudaginn 22. október. Gunnar Einarsson bæjarstjóri og bæjarstjórn tóku á móti þingmönnunum í Jónshúsi og ræddu við þá um málefni Garðabæjar.
Meðal þess sem var til umræðu á fundinum voru umferðarmál á höfuðborgarsvæðinu og náttúrusetur í Garðabæ. Gunnar Einarsson bæjarstjóri fór einnig yfir framkvæmdir og skipulagsmál í Garðabæ.
Kjördæmadagar eru hjá þingmönnunum þessa viku og nota þeir tækifærið til að heimsækja sveitarfélögin í kjördæminu og eiga samræður við sveitarstjórnarmenn.