16. okt. 2007

Þorkell Máni Pétursson þjálfar meistaraflokk kvenna í knattspyrnu

jlfari meistaraflokks kvenna
  • Séð yfir Garðabæ

Þorkell Máni Pétursson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Stjörnunni.

Þorkell Máni hóf þjálfaraferil sinn hjá Stjörnunni fyrir rúmum 10 árum. Hann er borinn og barnfæddur Garðbæingur og hefur langa reynslu af þjálfun yngri flokka. Síðustu árin hefur hann gert góða hluti með stúlknaflokka Fjölnis í Grafarvogi.

Meðfylgjandi mynd er tekin að lokinni undirritun samningsins. Frá vinstri Guðbrandur Jónasson varaform. knattspyrnudeildar Stjörnunnar, Jóhann Jónsson form. mfl.ráðs kvenna, Þorkell Máni Pétursson þjálfari og Snorri Olsen formaður UMF Stjörnunnar.

Frá undirskrift samnings um ráðningu Þorkels Mána

Frá vinstri  Guðbrandur Jónasson varaform. knattspyrnudeildar Stjörnunnar, 
Jóhann Jónsson form. mfl.ráðs kvenna, Þorkell Máni Pétursson þjálfari og
Snorri Olsen formaður UMF Stjörnunnar.