15. okt. 2007

Íbúafundur um tillögu að deiliskipulagi nýs miðbæjar

Íbúafundur um tillögu að deiliskipulagi nýs miðbæjar
  • Séð yfir Garðabæ


Deiliskipulagstillaga að nýjum miðbæ Garðabæjar (efri svæðum) var kynnt á opnum fundi í Flataskóla laugardaginn 13. október. Um 150 manns sóttu fundinn. Á fundinum var efni tillögunnar kynnt í máli og myndum og fundarmönnum gafst tækifæri til að koma með athugasemdir og bera fram fyrirspurnir.

Tillagan er til kynningar til 7. nóvember og hægt er að skila skriflegum athugasemdum við hana fyrir þann tíma. Tillagan og greinargerð með henni er aðgengileg á vefnum.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða kynningarefni sem farið var yfir á fundinum.

Kynningarefni frá fundinum

Kynningarmyndband