Náttúran og nærumhverfið - umhverfisdagur í Garðabæ 2. nóvember 2007
|
Umhverfisdagur verður í Garðabæ 2. nóvember nk. Ráðstefna um náttúru, útivist og útikennslu verður í Tónlistarskólanum kl. 13-17 og umhverfisssýning á Garðatorgi sama dag.
Ráðstefna í Tónlistarskólanum um náttúru, útivist og útikennslu
föstudaginn 2. nóv. kl. 13:00 til 17:00 Fluttir verða sex fyrirlestrar af mjög hæfu fagfólki er tengist viðfangsefni ráðstefnunnar. Fyrirlesarar verða innlendir og einn erlendur. Umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir setur ráðstefnuna Ráðstefnan er opin öllum og er frír aðgangur. Sýning á innitorgi Garðatorgi 7 Grunnskólanemar sýna verkefni haustsins frá umhverfisfræðslu og útikennslu. Einnig veður kynning á ýmsum umhverfisverkefnum, t.d. vistvernd í verki og grænum tunnum.
|