12. okt. 2007

Náttúran og nærumhverfið - umhverfisdagur í Garðabæ 2. nóvember 2007

Náttúran og nærumhverfið - umhverfisdagur í Garðabæ 2. nóvember 2007
  • Séð yfir Garðabæ


 

Umhverfisdagur verður í Garðabæ 2. nóvember nk. Ráðstefna um náttúru, útivist og útikennslu verður í Tónlistarskólanum kl. 13-17 og umhverfisssýning á Garðatorgi sama dag.

 

Ráðstefna í Tónlistarskólanum um náttúru, útivist og útikennslu

 

föstudaginn 2. nóv. kl. 13:00 til 17:00

 

Fluttir verða sex fyrirlestrar af mjög hæfu fagfólki er tengist viðfangsefni ráðstefnunnar. Fyrirlesarar verða innlendir og einn erlendur.
Birtar verða niðurstöður rannsóknar á notkun og viðhorfi fólks til náttúrutengdra útivistarsvæða í Garðabæ. Könnunin hefur verið á vefnum www.gardabaer.is og vettvangskannanir úti á svæðunum svo sem við Vífilsstaðavatn, í Heiðmörk og víðar enda eru náttúrusvæðin í Garðabæ einstakar perlur.

Umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir setur ráðstefnuna

 

Ráðstefnan er opin öllum og er frír aðgangur.


Dagskrá ráðstefnunnar

 

Sýning á innitorgi Garðatorgi 7

 

Grunnskólanemar sýna verkefni haustsins frá umhverfisfræðslu og útikennslu. Einnig veður kynning á ýmsum umhverfisverkefnum, t.d. vistvernd í verki og grænum tunnum.

 
Boðið verður upp á kaffi og vöfflur milli kl. 16 og 18.