4. okt. 2007

Nemendur Hofsstaðaskóla stóðu sig vel í Nýsköpunarkeppni

Nemendur Hofsstaðaskóla stóðu sig vel í Nýsköpunarkeppni
  • Séð yfir Garðabæ


Tveir nemendur Hofsstaðaskóla komust í 50 nemenda úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólabarna 2007. Harpa Guðrún Hreinsdóttir í 6.-BV hlaut fyrsta sæti í flokki slysavarna. Egill Ingi Egilsson í 6.-BJ komst einnig áfram með sína hugmynd.

Alls bárust rúmlega 3300 hugmyndir af landinu öllu í keppnina og af þeim komust 50 nemendur áfram og fengu að þróa sínar hugmyndir í vinnusmiðju. Keppt var í fjórum flokkum og veitt þrenn verðlaun í hverjum flokki.

Þetta er annað árið í röð sem nemendur í Hofsstaðaskóla lenda í fyrsta sæti í Nýsköpunarkeppninni.