2. okt. 2007

Nemendur leik- og grunnskóla heimsækja bæjarskrifstofurnar

Nemendur leik- og grunnskóla heimsækja bæjarskrifstofurnar
  • Séð yfir Garðabæ


Nemendur í leik- og grunnskólum Garðabæjar eru áhugasamir um bæinn sinn. Nýlega komu tveir góðir hópar í heimsókn á bæjarskrifstofurnar, annars vegar hópur nemenda í 3. bekk í Flataskóla og hins vegar nemendur í elsta árganginum á leikskólanum Hæðarbóli. 

Rúmlega 40 manna hópur úr 3. bekk í Flataskóla fékk skoðunarferð um turninn þar sem byrjað var að skoða vinnuaðstöðu starfsmanna á 3. hæð. Einnig var farið í fundarsal bæjarstjórnar á 4. hæð og að lokum upp á 7. hæð til að njóta útsýnisins.

Nemendur af Hæðarbóli heimsóttu bæjarstjórann og voru búnir að undirbúa spurningar sem þeir lögðu fyrir hann. M.a. var hann spurður um leiktæki á leikvelli í bænum og um störf Garðbæinga.

Nemendur beggja skólanna stóðu sig með stakri prýði og voru skólum sínum til sóma.

Nemendur af Hæðarbóli í heimsókn hjá bæjarstjóra