28. sep. 2007

Styrktarsjóður Norvikur býður grunnskólum Garðabæjar fræðslu frá Blátt áfram

Styrktarsjóður Norvikur býður grunnskólum Garðabæjar fræðslu frá Blátt áfram
  • Séð yfir Garðabæ


Styrktarsjóður Norvikur hefur ákveðið að styrkja grunnskóla Garðabæjar um eina milljón króna til að þeir geti boðið nemendum skólans upp á fræðslu frá Blátt áfram.

Fræðslan er þrenns konar:

  • Brúðu leiksýningar fyrir nemendur 1.-3. bekkja um líkamlegt ofbeldi
  • Brúðu leiksýningar fyrir nemendur 4.-6. bekkja um kynferðislegt ofbeldi
  • Fræðsla í eina kennslustund/lífsleiknitíma fyrir nemendur 7.-10. bekkja

Blátt áfram hefur farið víða með fræðslu sína og hefur hún mælst vel fyrir. Samtökin fengu styrki m.a.  frá Velferðarsjóði barna til að koma brúðuleikhúsinu á legg.