28. sep. 2007

Samið við kennara Sjálandsskóla um fyrirkomulag vinnutíma

Samið við kennara Sjálandsskóla um fyrirkomulag vinnutíma
  • Séð yfir Garðabæ


Garðabær, skólastjóri Sjálandsskóla og kennarar í Sjálandsskóla skrifuðu í gær undir samkomulag um tilraun til eins árs um fyrirkomulag vinnutíma kennara við skólann sem byggir á bókun 5 í kjarasamningi Kennarasambands Íslands og launanefndar sveitarfélaga.

Samkomulagið felur í sér að tekin eru upp hliðstæð vinnutímaákvæði og gilda hjá öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum sveitarfélaga, þ.e. á bilinu kl. 8-17. Innan þeirra tímamarka sé öll vinnuskylda kennara; kennsla, undirbúningstími, verkstjórnartími og tími vegna símenntunar.

Í samkomulaginu kemur fram að í lok samningstíma skuli fagaðili gera úttekt á því hvernig hafi tekist til og til að meta áhrif samkomulagsins á skólastarfið.

Mynd frá undirritun samningsins

Frá undirritun samningsins í Sjálandsskóla