27. sep. 2007

Tillaga að deiliskipulagi nýs miðbæjar kynnt

Tillaga að deiliskipulagi nýs miðbæjar kynnt
  • Séð yfir Garðabæ


Tillaga að deililskipulagi nýs miðbæjar er nú í kynningu og eru Garðbæingar hvattir til að kynna sér tillöguna vel. Hægt er að skoða uppdrætti og greinargerð með tillögunni hér á vefnum.  Tillagan verður einnig kynnt ítarlega á opnum fundi sem haldinn verður í Flataskóla laugardaginn 13. október og hefst kl. 11.

Tillagan sem nú er til kynningar nær til þess, sem kallað er efri svæði miðbæjar, þ.e.Garðatorgs, Hrísmóa og Kirkjulundar. Svæðið er um 3,4 ha. og afmarkast af Vífilsstaðavegi í suðri, Bæjarbraut í vestri, Hrísmóum í norðri og Kirkjulundi í austri.

Tillagan gerir ráð fyrir nýju bæjartorgi vestan við Garðatorg 7 en undir því verður bílastæðahús. Við torgið koma nýbyggingar fyrir íbúðir og verslun ásamt nýju húsi fyrir Hönnunarsafn Íslands. Þá er gert ráð fyrir einu nýju fjölbýlishúsi við Hrísmóa og tveimur nýjum fjölbýlishúsum við Kirkjulund.

Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna rennur út miðvikudaginn 7. nóvember nk.

Teiknuð mynd af fyrirhugðum nýjum miðbæ