26. sep. 2007

Innanbæjarstrætó í Garðabæ

Innanbjarstrt
  • Séð yfir Garðabæ

Ný strætisvagnaleið, leið 25, hefur akstur um Garðabæ mánudaginn 1.október 2007.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að Strætó gerði tilraun með innanbæjarakstur í Garðabæ tímabilið október 2007 – maí 2008. Fargjaldið er það sama og í aðra strætisvagna en sá kostnaður sem er umfram er greiddur af Garðabæ.

Vagninn fer hring um Ásahverfið, í Ásgarð, eftir Bæjarbraut að Mýrinni og út á Arnarnes.

Fyrsta ferð frá Ásgarði er kl. 6.49 á morgnana. Akstri lýkur kl. 18.30 á kvöldin. Vagninn keyrir á virkum dögum, mánudaga til föstudaga.

Áætlun leiðar 25 er hér fyrir neðan.

Tekur gildi 1. október 2007.