19. sep. 2007

Útgáfa bókar til heiðurs sr. Braga Friðrikssyni

Útgáfa bókar til heiðurs sr. Braga Friðrikssyni
  • Séð yfir Garðabæ


Sr. Bragi Friðriksson, heiðursborgari Garðabæjar, fagnaði 80 ára afmæli sínu fyrr á þessu ári. Af því tilefni ákváðu bæjarstjórn Garðabæjar og Garðasókn að styrkja útgáfu ritverks sr. Braga um séra Pál Þorláksson sem var einn helsti frumherji á meðal Vestur-Íslendinga á upphafsárum þeirra í Vesturheimi. Sr. Bragi varði meistaraprófsritgerð sína um sr. Pál Þorláksson árið 2005 en hún ber heitið “Fórnfús frumherji. Sr. Páll Þorláksson, prestur íslenskra landnema í Vesturheimi.”

Með því að styrkja útgáfu ritsins vill bæjarstjórn Garðabæjar sýna sr. Braga þakklætisvott fyrir óeigingjörn störf hans í þágu bæjarfélagsins og íbúa þess..

Vandað verður til útgáfu bókarinnar og kemur hún út nú í vetrarbyrjun.

Hafin er söfnun áskrifenda að bókinni og munu nöfn þeirra verða skráð á heillaóskaskrá fremst í bókinni. Þeir, sem vilja votta séra Braga Friðrikssyni virðingu sína og eignast um leið merka bók geta óskað eftir áskrift með því að skrá nöfn sín á lista sem liggja frammi á Bæjarskrifstofum Garðabæjar og í Safnaðarheimili Vídalínskirkju. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið: srbragi@gardasokn.is

Verð bókarinnar er 4.900 krónur í áskrift.

Sjá einnig vef Garðasóknar.