19. sep. 2007

IKEA kostar stöðu kennsluráðgjafa í list-, verk- og iðnhönnun í skólum Garðabæjar

IKEA kostar stöðu kennsluráðgjafa í list-, verk- og iðnhönnun í skólum Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ


IKEA á Íslandi og Garðabær fyrir hönd Hönnunarsafns Íslands hafa gert með sér samning um  að IKEA kosti stöðu nýs starfsmanns sem mun gegna starfi kennsluráðgjafa og kynningarfulltrúa í list-, verk- og iðnhönnun og m.a. starfa í grunnskólum Garðabæjar.

 

Markmið samningsins er að stuðla að aukinni vitund hjá skóla- og menningarstofnunum Garðabæjar á þróun hönnunar og gildi hennar fyrir ímynd bæjarfélagsins. 

 

Helsta hlutverk nýja starsfmannsins er ráðgjöf og fræðsla til skóla Garðabæjar um kennslu í list-, verk- og iðnhönnun.  Hann mun einnig hafa frumkvæði að sýningum, kynningum og öðrum starfstengdum framkvæmdum.

 

IKEA á Íslandi greiðir allan kostnað sem til fellur vegna verkefnisins.

 

Aðilar eru sammála um að með ráðningu kennsluráðgjafa og kynningarfulltrúa og byggingu nýs húsnæðis fyrir Hönnunarsafn Íslands í nýjum miðbæ Garðabæjar, verði til ákjósanlegar aðstæður fyrir lifanid list-, verk- og iðnhönnun í bænum.

 

Auglýst verður eftir kennsluráðgjafa og kynningarfulltrúa á næstu dögum.

 

Mynd frá undirritun samningsins

Frá undirrituninni.