14. sep. 2007

Nýir áhorfendapallar í Mýrinni

Bekkir í Mýrinni
  • Séð yfir Garðabæ

Lokið hefur verið við framkvæmdir við uppsetningu á áhorfendapöllum í Mýrinni. Gert er ráð fyrir u.þ.b. 300 manns í sæti, auk þess eru bekkir fyrir um 400 áhorfendur. Framkvæmdir hafa staðið yfir í 7 daga og lauk í gærkvöldi.

Ljóst er að þetta verður mikil aðstöðubót fyrir handknattleiksdeild Stjörnunnar, en félagið mun keppa alla leiki sína í Mýrinni í vetur. Bekkirnir eru framleiddir í Slóveníu og komu uppsetningarmenn frá Slóveníu til að setja upp bekkina.

Í næstu viku mun ný keppnisklukka verða sett upp í Mýrinni. Er hún ein sú glæsilegasta á landinu.