Frábær árangur Stjörnunnar
Stjarnan Íslandsmeistarar kvenna í handknattleik sigraði í sínum riðli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu sem haldin var á Ítalíu um helgina. Síðasti leikur liðsins fór fram sunnudaginn 9. september og þá gerðu Stjörnustúlkur sér lítið fyrir og burstuðu SPES Kefalovrisos frá Kýpur 39:21.
Sólveig Lára Kjærnested skoraði ellefu mörk í leiknum og var markahæst. Næst á eftir henni var Ester Ragnarsdóttir með sex mörk. Stjarnan kemst því áfram í keppninni og leikur í Ungverjalandi í lok september, þar eru þær í riðli með Ungverjum, frönsku liði og liði frá Slóvakíu.
Bikarhafar karla stóðu einnig í ströngu en þeir léku í Evrópukeppni bikarhafa í Lettlandi nú um helgina. Stjarnan kom sá og sigraði og tryggði sér sæti í annarri umferð og mæta þá Brovary frá Ungverjalandi. Ólafur Víðir Ólafsson var markahæstur um helgina með 16 mörk.
Sjá vef Stjörnunnar, www.stjarnan.is