5. sep. 2007

Forvarnastarf í Garðabæ skilar góðum árangri

Forvarnamynd
  • Séð yfir Garðabæ


Niðurstöður nýrra rannsókna meðal nemenda í 8.,9. og 10. bekk í Garðaskóla sýna að forvarnastarf í Garðabæ hefur skilað miklum árangri. Meðal annars kemur í ljós að dregið hefur úr áfengisneyslu hjá nemendum í 10. bekk Garðaskóla eins og stefnt var að. Ragný Þóra Guðjohnsen, formaður forvarnanefndar segir að mikilvægt sé a varðveita þennan árangur og gera enn betur.

Ragný segir að niðurstöðurnar sýni einnig að brýnt sé að vera á varðbergi gagnvart áfengisdrykkju 8. og 9. bekkinga.  Ekki sé ásættanlegt að 1/3 til 1/4  þessara árganga stundi unglingadrykkju.

Forvarnanefnd leggur áherslu á að foreldrar gegna lykilhlutverki í forvörnum og voru niðurstöður rannsóknarinnar því kynntar foreldrum á foreldrafundum í Garðaskóla í vikunni.

Foreldrar voru hvattir til að standa saman um að útvega unglingum ekki áfengi enda er áfengisneysla unglinga ólögleg. Rannsóknir sýna að sá skammtur sem foreldrar útvega bætist á það sem unglingurinn útvegar sjálfur.

Hvað varðar önnur vímuefni þá hefur dregið úr neyslu bæði hass og annarra vímuefna. Eins og með áfengið er hér lykilatriði að foreldrar gæti að sínu barni og þeirra vinum því hlutirnir geta breyst á skömmum tíma.

Niðurstöðurnar eru aðgengilegnar á forvarnavefnum á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is/forvarnir

Hvatningarorð til foreldra:

• Setjum reglur og fylgjum þeim eftir; m.a. um útivistartíma o.fl.

• Samvera og tími fjölskyldunnar er mikilvægur

• Leyfum ekki eftirlitslaus partý - gerum ráðstafanir þegar farið er til útlanda

• Stuðningur við unglinginn er lykilatriði hvort sem er í námi eða leik

• Sýnum virðingu í samskiptum við unglinga og köllum eftir ábyrgð þeirra sjálfra

www.gardabaer.is/forvarnir