Hofsstaðaskóli 30 ára
Foreldrafélag og starfsmenn Hofsstaðaskóla stóðu fyrir afmælishátíð í skólanum 1. september en skólinn fagnar 30 ára afmæli sínu þetta skólaár.
Ágrip af sögu skólans
Hofsstaðaskóli tók til starfa árið 1977. Fyrsta veturinn var skólinn útibú frá Flataskóla og starfaði í litlu húsnæði í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Nemendur voru þá 180 á aldrinum 6-9 ára.
Hofsstaðaskóli fékk stöðu sjálfstæðrar stofnunar þremur árum síðar, eða árið 1980 en það var ekki fyrr en árið 1994 sem fyrsti áfangi skólabyggingarinnar við Skólabraut var tekin í notkun. Þá um haustið var kennt í skólanum upp í 5. bekk. Ári síðar bættist 6. bekkur við um leið og annar áfangi byggingarinnar vara tekinn í notkun. Lokið var við þriðja áfanga byggingarinnar 1999 og Mýrin sem er nýjasti áfanginn í skólahúsnæði Hofsstaðaskóla var tekin í notkun árið 2004. Sama haust var byrjað að kenna 7. bekk í Hofsstaðaskóla.
Á vef Hofsstaðaskóla eru fjölmargar myndir frá hátíðinni en þær voru teknar af nemendum í 6. bekk skólans sem eru í valhóp í stafrænni ljósmyndun.