1. sep. 2007

Hofsstaðaskóli 30 ára

Hofsstaðaskóli 30 ára
  • Séð yfir Garðabæ


Foreldrafélag og starfsmenn Hofsstaðaskóla stóðu fyrir afmælishátíð í skólanum 1. september en skólinn fagnar 30 ára afmæli sínu þetta skólaár.

Nemendum ásamt fjölskyldum þeirra var boðið að taka þátt í hátíðinni sem hófst með skrúðgöngu frá safnaðarheimili Vídalínskirkju. Þegar komið var að skólanum hófust hátíðarhöldin á sal skólans. Boðið var upp á tónlist, leiki og að sjálfsögðu veitingar.

Ágrip af sögu skólans 

Hofsstaðaskóli tók til starfa árið 1977. Fyrsta veturinn var skólinn útibú frá Flataskóla og starfaði í litlu húsnæði í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Nemendur voru þá 180 á aldrinum 6-9 ára.

Hofsstaðaskóli fékk stöðu sjálfstæðrar stofnunar þremur árum síðar, eða árið 1980 en það var ekki fyrr en árið 1994 sem fyrsti áfangi skólabyggingarinnar við Skólabraut var tekin í notkun. Þá um haustið var kennt í skólanum upp í 5. bekk. Ári síðar bættist 6. bekkur við um leið og annar áfangi byggingarinnar vara tekinn í notkun. Lokið var við þriðja áfanga byggingarinnar 1999 og Mýrin sem er nýjasti áfanginn í skólahúsnæði Hofsstaðaskóla var tekin í notkun árið 2004. Sama haust var byrjað að kenna 7. bekk í Hofsstaðaskóla.

Hofsstaðaskóil 30 ára - mynd af skreytingu utandyra

Á vef Hofsstaðaskóla eru fjölmargar myndir frá hátíðinni en þær voru teknar af nemendum í 6. bekk skólans sem eru í valhóp í stafrænni ljósmyndun.