24. ágú. 2007

Allir grunnskólar í Garðabæ eru vel mannaðir kennurum með kennsluréttindi

Allir grunnskólar í Garðabæ eru vel mannaðir kennurum með kennsluréttindi
  • Séð yfir Garðabæ


Skólasetning var í grunnskólum Garðabæjar miðvikudaginn 22. ágúst sl. og er skólastarf vetrarins nú hafið.

Í vetur stunda 1445 grunnskólabörn nám í grunnskólum í Garðabæ og eru þá einkareknu skólarnir Alþjóðaskólinn og Barnaskóli Hjallastefnunnar taldir með. Allir grunnskólar í Garðabæ eru vel mannaðir kennurum með kennsluréttindi.

Samningur Garðabæjar um hádegismat í grunnskólum hefur verið endurnýjaður. Í þessum samningi er helsta nýjungin að nemendur sem kaupa hádegismat alla daga greiða lægra verð fyrir hverja máltíð eða kr. 378. Einnig munu þeir nemendur sem verða í fastri áskrift alla daga í allan vetur fá verulegan afslátt á verðinu í formi frírra máltíða. Loks munu nemendur fá nestispakka þegar þeir eru í vettvangsferð með skólanum sem fer fram yfir matartíma.

Fyrsti skóladagurinn í Hofsstaðaskóla

Það var grjónagrautur í matinn fyrsta skóladaginn hjá
þessum 6 ára börnum sem voru að byrja grunnskólanám
í Hofsstaðaskóla.