24. ágú. 2007

Kínversk sendinefnd kynnir sér Minn Garðabæ

Minn Garabr
  • Séð yfir Garðabæ


Sjö manna sendinefnd frá Kína heimsótti bæjarskrifstofur Garðabæjar í vikunni til að kynna sér rafræna stjórnsýslu. Þeir fengu m.a. kynningu á rafræna skjalavistunarkerfinu GoPro, á íbúavefnum Mínum Garðabæ og fjölskylduvefnum Mentor.

Kínversku gestirnir starfa hjá stofnun sem vinnur að stefnumótun á sviði umbóta- og þróunarverkefna í stjórnsýslu og að innleiðingu þeirra (National Developement Reform Commission). Þeir komu til Íslands eftir átta daga ferð um Noreg og Svíþjóð þar sem þeir heimsóttu ýmsar stofnanir og ráðuneyti í þeim tilgangi að kynna sér nýjungar í stjórnsýslu.

Á Íslandi heimsóttu Kínverjarnir auk Garðabæjar skrifstofu upplýsingasamfélagsins í forsætisráðuneytinu.