17. ágú. 2007

Breyttar leiðir Strætó í Garðabæ

  • Séð yfir Garðabæ


Breytingar hafa verið gerðar á leiðum Strætó í Garðabæ, Grafarvogi, Hafnarfirði og Kópavogi, sem taka gildi 19. ágúst nk.

Helstu breytingarnar í Garðabæ eru þær að leið 24 hættir akstri um Ásahverfi.

Leið 23 mun aka um Sjálandið og Ásahverfi á leiðinni til og frá Álftanesi. Leið 23 hefur akstur að nýju að Vífilsstöðum með viðkomu á Hofsstaðabrautinni en hættir akstri á Arnarnes.

Nánari upplýsingar eru á vef Strætó.