17. ágú. 2007

Aðgerðaráætlun vegna forvarnastefnu 2007-2009

Mynd af forvarnastefnu
  • Séð yfir Garðabæ


Aukin fræðsla til foreldra um forvarnamál og námskeið fyrir leiðbeinendur íþrótta- og æskulýðsfélaga er meðal þess sem lögð verður áhersla á, á næstu tveimur árum, samkvæmt aðgerðaáætlun vegna forvarnastefnu Garðabæjar fyrir árin 2007-2009.

Í aðgerðaráætluninni er sagt frá almennum aðgerðum í þágu forvarna og einnig frá fyrirhuguðum aðgerðum forvarnanefndar, grunnskóla, íþrótta- og tómstundaráðs og foreldrafélaga svo nokkrir aðilar séu nefndir. 

Í áætluninni er einnig að finna ráð til foreldra enda er fjölskyldan mikilvægasti aðilinn í forvörnum.

Aðgerðaráætlunin og forvarnastefnan eru aðgengilegar á forvarnavefnum á vef Garðabæjar sem er á slóðinni www.gardabaer.is/forvarnir.  

Á forvarnavefnum birtast reglulega fréttir, fræðsla og skjöl tengd forvarnastarfi í Garðabæ. Foreldrar og aðrir sem starfa með börnum og ungmennum eru hvattir til að fylgjast með forvarnavefnum.