Malbikun Reykjanesbrautar frá Urriðaholti að Smáralind
Unnið verður við malbiksyfirlagnir á kaflanum frá Urriðaholti í Garðabæ að Smáralind frá morgni miðvikudags 15. ágúst og næstu daga. Af þeim sökum verður umferð færð á vestari akbraut Reykjanesbrautar og tvístefna sett á veginn.
Miðvikudagur 15. ágúst.
Umferð verður færð yfir á vestari akbrautina norðan við Urriðaholtsbrú (IKEA) og tvístefnu komið á. Umferð verður hleypt inná eystri akbrautina á móts við Hnoðraholt. Gatnamót Reykjanesbrautar og Vífilsstaða verða lokuð fyrir umferð til austur yfir gatnamótin (að Vífilsstaðaspítala). Bent er á hjáleið um Karlabraut og Hnoðraholtsbraut.
Fimmtudagur 16. ágúst.
Tvístefna á vestari akbrautinni frá framhjáhlaupi norðan við Urriðaholtsbrú (IKEA) og að Arnarnesgatnamótum.
Umferð hleypt á gatnamót Vífilsstaðavegar og Reykjanesbrautar eins fljótt og hægt er.
Föstudagur 17. ágúst.
Tvístefna á vestari akbrautinni frá Hnoðraholti að Smáralind. Gatnamót Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar verða lokuð til austur.
Vegfarendur eru beðnir að sýna fyllstu aðgát og huga vel að merkingum á svæðinu.
Hámarkshraði á vinnusvæðinu er 50 km/klst.