10. ágú. 2007

Viltu keppa í spurningakeppni fyrir hönd Garðabæjar?

  • Séð yfir Garðabæ

Nýr spurningaþáttur hefst í Sjónvarpinu í haust þar sem stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli.

Þættirnir verða í beinni útsendingu á föstudagskvöldum og verður fyrsti þátturinn á dagskrá 14. september.

Sjónvarpið leitar nú að þriggja manna liði frá Garðabæ til að taka þátt í keppninni fyrir hönd bæjarins.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eða hafa ábendingar um Garðbæinga sem gætu keppt fyrir hönd bæjarins eru vinsamlegast beðnir um að koma þeim á framfæri sem allra fyrst með því að:

  • senda tölvupóst á netfangið gardabaer@gardabaer.is eða
  • hringja í Bæjarskrifstofur Garðabæjar í síma 525 8500.