10. ágú. 2007

Enn er hægt að taka þátt í útivistarkönnun á vefnum

Enn er hægt að taka þátt í útivistarkönnun á vefnum
  • Séð yfir Garðabæ

Garðbæingar eru hvattir til að taka þátt í útivistarkönnuninni sem er aðgengileg á vef Garðabæjar.  Könnunin er liður í evrópsku verkefni sem miðar að því að kanna viðhorf fólks til útivistarsvæða og notkun á þeim. 

Gert er ráð fyrir að niðurstöður könnunarinnar verði nýttar við í framtíðar stefnumótun og ákvarðanatöku við skipulag útivistarsvæða Garðabæ og því er mikilvægt að sem flestir taki þátt.

Könnunin verður aðgengileg á vefnum fram í september.