1. ágú. 2007

Námsmenn fá frítt í strætó

Strt
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarráð hefur samþykkt að námsmenn í framhaldsskólum og háskólum, sem búa í Garðabæ, fái frítt í strætó skólaárið 2006-2007.

Fyrir fund bæjarráðs í gær var lögð tillaga um þátttöku í tilraunaverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að gefa námsmönnum frítt í strætó. Tilraunin hefst síðar í þessum mánuði og henni lýkur í maí 2008. Tilgangurinn er annars vegar að reyna að draga úr þunga umferðar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar að kynna námsmönnum kosti almenningssamganga.

Bæjarráð samþykkti þátttöku í verkefninu og óskaði jafnframt eftir frekari upplýsingum um framkvæmd og skiptingu kostnaðar. Unnið verður að útfærslu verkefnisins í stjórn Strætó bs. á næstunni og niðurstaðan kynnt þegar hún liggur fyrir.