Stjörnustelpur stóðu sig vel í Svíþjóð
Stjrnustelpur Svj.
Stúlkur úr 4. flokki Stjörnunnar í knattspyrnu tóku þátt í stærsta knattspyrnumóti Norðurlandanna sem haldið var í Gautaborg í Svíþjóð dagana 15-21. júlí. Með stúlkunum fór þjálfari þeirra og nokkrir foreldrar. Alls voru 34 þúsund þátttakendur á mótinu frá 66 þjóðlöndum sem kepptu í 1585 liðum.
Stjörnustelpurnar kepptu í þremur liðum og náði lið 13 ára 5.-8. sæti. Stelpurnar voru sér og félagi sínu til mikills sóma í ferðinni. Þjálfari þeirra er Eva Björk Ægisdóttir.
Eftir mikið rigningasumar í Gautaborg birti til þegar mótið hófst og sólin skein nánast allan tímann.
Vefur mótsins er á slóðinni: http://gothiacup.se/
Á myndinni eru þátttakendur Stjörnunnar í
mótinu, þjálfara og farartjórn.