23. júl. 2007

Framkvæmdir á leikskólalóðum í sumar

Framkvæmdir á leikskólalóðum í sumar
  • Séð yfir Garðabæ


Unnið er að framkvæmdum á lóðum leikskóla Garðabæjar í sumar.  Á leikskólanum Sunnuhvoli var útbúið smábarnasvæði fyrrihluta sumars. Rólum var fjölgað og í þær settar smábarnasæti. Sleðahóll var útbúinn úr uppfyllingarefni er kom úr smábarnasvæðinu.  Einnig má geta þess að á síðastliðnu ári voru ónýtar stéttar fjarlægðar á leiksvæði lóðarinnar og þær endurnýjaðar með malbiki.

Næst var Hæðarból tekið fyrir í júlí, en þá var framkvæmdur 3. áfangi endurgerðar lóðarinnar. Komið var upp garðskýli á leiksvæðinu, girðing smíðuð umhverfis smábarnasvæðið og hjólastígur malbikaður. Í fyrri áfanga var smábarnasvæðið útbúið og leiksvæði endurnýjað með rólum og kastala.

Framkvæmdir hófust nýlega á Lundabóli, en þar á að vinna leiksvæði á framlóð leikskólans.

Mynd frá lóð Hæðarbóls

Nýtt garðskýli á lóð Lundabóls

Mynd frá lóð Sunnuhvols

Horft frá nýju smábarnasvæði á lóð Sunnuhvols.
Sleðahóllinn í baksýn.

Mynd frá lóð Lundabóls

Framkvæmdir að hefjast á lóð Lundabóls.