13. júl. 2007

Margt í boði á sumarnámskeiðum fyrir börn

  • Séð yfir Garðabæ


Enn er hægt að skrá börn og unglinga á fjölmörg sumarnámskeið sem eru í boði sumarið 2007 á vegum félaga í Garðabæ. Hjá Skátafélaginu Vífli fengust þær upplýsingar að enn væri hægt að skrá sig á síðasta smíðanámskeiðið sem byrjar þann 23. júlí nk. Í næstu viku verður einnig mikið um að vera hjá skátunum en þá fara útilífs- og ævintýranámskeiðin í útilegu í Hafnarfjörð þar sem boðið er upp á spennandi póstaleik, grillveislu og kvöldvöku.  Á heimasíðu Vífils er hægt að fá nánari upplýsingar um námskeiðin sem í boði eru, www.vifill.is.

Hér á heimasíðu Garðabæjar er einnig hægt að skoða allt sumarstarf sem er í boði á vegum félaga einnig er hægt að fá bækling um sumarstarfið á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7.  Sjá Sumarstarf 2007 hér á heimasíðunni.