3. júl. 2007

Vinnuskóli Garðabæjar fer vel af stað

Vinnuskóli Garðabæjar fer vel af stað
  • Séð yfir Garðabæ


Vinnuskólinn hefur farið vel af stað í Garðabæ. Um 250 krakkar eru skráðir til leiks og veðrið hefur leikið við hópana fyrstu vikurnar.  Eldri krakkarnir í garðvinnunni hafa valið hópa eftir áhugamálum og eitt af markmiðunum í sumar er að bregða sér í uppbyggjandi tómstundir af og til.  Þetta virðist gefa góða raun, öllum líður vel, afköst með ágætum og samskipti leiðbeinenda og krakkanna eru með allra besta móti.

Krakkarnir eru hreint út sagt frábærir að mati leiðbeinenda. Ef fram heldur sem horfir verður þetta eitt besta sumarið í Vinnuskóla Garðabæjar.  Nánari upplýsingar og fréttir af Vinnuskólanum má sjá á heimasíðu félagsmiðstöðvarinnar Garðalundar, www.gardalundur.is


Á heimasíðu Garðalundar er hægt að skoða fleiri myndir frá starfi Vinnuskólans.

*
Þessir hressu krakkar eru starfandi í tónlistarhópi Vinnuskólans.