25. jún. 2007

Framkvæmdir hefjast við fyrsta áfanga miðbæjar Garðabæjar

Framkvæmdir hefjast við fyrsta áfanga miðbæjar Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ


Föstudaginn 22. júní hóf fasteigna- og þróunarfélagið Klasi framkvæmdir við 5.300 fermetra verslunar- og þjónustuhúsnæði á Sveinatungureit í Garðabæ. Húsnæðið er fyrsti áfangi að mikilli uppbyggingu á miðbæ Garðabæjar sem Garðabær og Klasi hafa unnið að í sameiningu á grundvelli samkomulags sem gert var í desember 2006. Þetta nýja verslunar- og þjónustuhúsnæði mun m.a. hýsa stórverslun Hagkaupa og útibú Byrs Sparisjóðs sem munu flytja starfsemi sýna af Garðatorgi og opna á nýjum stað í júní 2008. Ennfremur mun Skeljungur flytja þjónustumiðstöð sína af Garðatorgi yfir á Sveinatungureit við Vífilsstaðaveg.

THG Arkitektar eru aðalhönnuðir hússins í samstafi við Engle arkitekta. Verkfræðihönnun og verkefnastjórn er í höndum VST verkfræðistofu og Ístak sér um framkvæmdir.


Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar tekur fyrstu skóflustunguna ásamt Þorgils Óttari Mathiesen stjórnarformanni Klasa og Ingva Jónassyni framkvæmdastjóra Klasa.