18. jún. 2007

Kvennahlaupskonur máluðu bæinn rauðan

Kvennahlaup 2007
  • Séð yfir Garðabæ
Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í 18. sinn, laugardaginn 16. júní. Hlaupið fór fram á 90 stöðum út um allt land og á um 18 stöðum erlendis.
 
Eins og áður var fjölmennasta hlaupið í Garðabæ en þar er talið að um 5000 konur hafi komið saman og málað bæinn rauðan með því að hlaupa, ganga eða skokka um bæinn í rauðum bolum. Alls er talið er að um 16.000 konur hafi tekið þátt í kvennahlaupinu sem tókst alls staðar vel.
 
Upplýsingar um kvennahlaupið og fleiri myndir eru á vef Sjóvá, www.sjova.is.